Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur 14. október 2005 00:01 „Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
„Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira