Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur 14. október 2005 00:01 „Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira