Hagkerfið komið að ystu mörkum 27. október 2005 19:13 Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira