Rjúpnaveiðimaðurinn sem slasaðist á hendi þegar hann fékk voðaskot í höndina í Svínadal ofan við Reyðarfjörð er kominn á Landspítalann þar sem hann gegnst brátt undir aðgerð.
Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði var kölluð út vegna slyssins sem varð á öðrum tímanum í dag en það varð með þeim hætti að maðurinn hrasaði og við það hljóp skot úr byssunni í höndina á honum. Að sögn lögreglu á Reyðarfirði var hann töluvert slasaður á hendi en farið var með hann í sjúkrabíl frá Reyðarfirði til Egilstaða þaðan sem flogið var til Reykjavíkur. Þangað kom hann rétt fyrir klukkan sex og mun fljótlega gangast undir aðgerð að sögn vakthafandi læknis.