Tvö og hálft ár fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni 1. desember 2005 22:16 MYND/E.Ól Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Í dómnum segir að maðurinn hafi með ofbeldi og hótunum þröngvað konunni til samræðis við sig. Fyrir dómi neitaði hann sök og sagði að umrætt kvöld í nóvember í fyrra hefðu þau sammælst um að konan kæmi til hans til þess að hafa samræði í síðasta sinn áður en þau slitu stormasömu sambandi. Kom fram hjá honum að konan hefði haft allt frumkvæði að samræði þeirra umrætt kvöld. Hins vegar lagði rétturinn ekki trúnað á frásögn hans en vitnisburður konunnar um málsatvik, þar sem fram kom að hann hefði hótað henni og beitt hana ofbeldi áður en hann nauðgaði henni, þótti hins vegar trúverðugur. Þá þótti framburður tveggja vinkvenna hennar, en önnur þeirra sá konuna hlaupa grátandi fáklædda út úr húsi ákærða, og framburður læknis, sem tók á móti henni á neyðarmóttöku, renna stoðum undir frásögn konunnar. Var maðurinn því sakfelldur og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi ásamt því að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað í héraði og Hæstarétti, rúmlega 1,1 milljón króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Í dómnum segir að maðurinn hafi með ofbeldi og hótunum þröngvað konunni til samræðis við sig. Fyrir dómi neitaði hann sök og sagði að umrætt kvöld í nóvember í fyrra hefðu þau sammælst um að konan kæmi til hans til þess að hafa samræði í síðasta sinn áður en þau slitu stormasömu sambandi. Kom fram hjá honum að konan hefði haft allt frumkvæði að samræði þeirra umrætt kvöld. Hins vegar lagði rétturinn ekki trúnað á frásögn hans en vitnisburður konunnar um málsatvik, þar sem fram kom að hann hefði hótað henni og beitt hana ofbeldi áður en hann nauðgaði henni, þótti hins vegar trúverðugur. Þá þótti framburður tveggja vinkvenna hennar, en önnur þeirra sá konuna hlaupa grátandi fáklædda út úr húsi ákærða, og framburður læknis, sem tók á móti henni á neyðarmóttöku, renna stoðum undir frásögn konunnar. Var maðurinn því sakfelldur og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi ásamt því að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað í héraði og Hæstarétti, rúmlega 1,1 milljón króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira