Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn 9. desember 2005 14:49 MYND/Vilhelm Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Nissan Patrol jeppa hjónanna Sveinbjörns Garðarssonar og Bjargar Stefánsdóttur var stolið frá heimili þeirra í Árbæ aðfararnótt þriðjudagsins. Lögregla fann hann svo daginn eftir þar sem honum hafði verið ekið út af vegi við Rauðavatn. Við nánari athugun kom í ljós að búið var að rífa úr flest allt innan úr og utan af bílnum, allt frá sætum og klæðningu til framstuðara og ljóskastara. Sveinbjörn segir þau hjónin hafa átt bílinn í eitt ár og að hann hefði verið í toppstandi enda svokallaður dekurbíll sem aðeins var notaður í fjallaferðir. Hann segir tjónið talsvert. Flestallt hafi verið tekið úr bílnum og ekki sé auðvelt að fá sams konar varahluti núna, en bíllinn er 13 ára. Hann telji að tjónið nemi 200-300 þúsund krónur. Sveinbjörn segir að bíllinn hafi ekki verið kaskótryggður þar sem þau hjónin hafi lítið notað hann og því fái hann tjónið ekki bætt. Þá segir hann lögreglu ekki bjartsýna á að bílhlutarnir finnist. Heilu bílarnir af svipaðri stærð finnist ekki og þá sé ekki mikil von til að partarnir finnist. Sveinbjörn útilokar ekki að gera bílinn upp aftur. Ef hann fái nýtilega bílaparta geti hann vel hugsað sér að laga bílinn eftir áramót. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Nissan Patrol jeppa hjónanna Sveinbjörns Garðarssonar og Bjargar Stefánsdóttur var stolið frá heimili þeirra í Árbæ aðfararnótt þriðjudagsins. Lögregla fann hann svo daginn eftir þar sem honum hafði verið ekið út af vegi við Rauðavatn. Við nánari athugun kom í ljós að búið var að rífa úr flest allt innan úr og utan af bílnum, allt frá sætum og klæðningu til framstuðara og ljóskastara. Sveinbjörn segir þau hjónin hafa átt bílinn í eitt ár og að hann hefði verið í toppstandi enda svokallaður dekurbíll sem aðeins var notaður í fjallaferðir. Hann segir tjónið talsvert. Flestallt hafi verið tekið úr bílnum og ekki sé auðvelt að fá sams konar varahluti núna, en bíllinn er 13 ára. Hann telji að tjónið nemi 200-300 þúsund krónur. Sveinbjörn segir að bíllinn hafi ekki verið kaskótryggður þar sem þau hjónin hafi lítið notað hann og því fái hann tjónið ekki bætt. Þá segir hann lögreglu ekki bjartsýna á að bílhlutarnir finnist. Heilu bílarnir af svipaðri stærð finnist ekki og þá sé ekki mikil von til að partarnir finnist. Sveinbjörn útilokar ekki að gera bílinn upp aftur. Ef hann fái nýtilega bílaparta geti hann vel hugsað sér að laga bílinn eftir áramót.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira