Sagnfræðingur og stjörnuvitni Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 19. október 2006 05:00 Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð sumra stjórnmálamanna við þeim upplýsingum, að sími utanríkisráðherra hafi verið hleraður svo seint sem á árunum 1991-93, mega heita undarleg. Fyrstu viðbrögð voru þau, að fórnalamb ólöglegra og leynilegra hlerana var krafið um vitni. Vandinn er sá, að hér er um að ræða leynilega starfsemi, sem eðli málsins samkvæmt fer fram, þar sem vitnum verður ekki við komið. Annars vegar eru gerendur bundnir þagnareiðum við yfirmenn, sem þeir eiga starfsframa sinn undir. Hins vegar hafa þeir gerst brotlegir við lög og eiga því yfir höfði sér málsókn. Við þessar aðstæður er borin von, að vitnin gefi sig fram. Vilji menn í alvöru upplýsa málið og fá öll gögn upp á borðið, verður að fara norsku leiðina: Að þingið samþykki lög um sakaruppgjöf og skipi þverpólitíska nefnd, sem hvetji menn til að stíga út úr skúmaskotum fortíðar. Skrítnust eru þó viðbrögð Þórs Whitehead, sagnfræðings. Hann hefur sem kunnugt er, birt upplýsingar um leynilega starfrækslu leyniþjónustu, sem var falin í íslenska stjórnkerfinu, en hafði að markmiði að halda uppi njósnum (þ.m.t. hlerunum) um íslenska ríkisborgara áratugum saman. Þessar upplýsingar vekja upp réttmætar spurningar, þ.m.t. hvort þessari leyniþjónustu sé lokið og þá hvenær henni hafi lokið? Fremur en að standa fyrir máli sínu og taka undir með þeim, sem krefjast þess að öll spil verði lögð á borðið, bregst sagnfræðingurinn við með því að benda á Steingrím Hermannsson og undirritaðan og reyna að telja lesendum sínum trú um, að við höfum líka rekið leyniþjónustu. Þetta mega heita undarleg samanburðarfræði. Annars vegar eru upplýsingar um, að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi á sínum tíma beitt sér fyrir stofnun og starfrækslu leyniþjónustu innan íslenska stjórnkerfisins, sem starfaði áratugum saman. Hins vegar er íslenskur utanríkisráðherra, sem felur íslenskum embættismanni hjá NATO að kanna það , við fall Austur-Þýskalands 1989, hvort leyniþjónustan STASI hafi starfað á Íslandi eða haft íslenska ríkisborgara í þjónustu sinni. Af hverju var varafastafulltrúa hjá NATO falið að fylgjast með þessu máli? Af því að forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands vissu ekki að til væri íslensk leyniþjónusta, sem starfaði í nánu samstarfi við vesturþýska kollega . Sem betur fer fékk sagan farsælan endi, því að upplýst var, að STASI hefði ekki starfað hér á landi, svo vitað væri, og engir íslenskir ríkisborgarar gengið í þjónustu þeirra. Er sama hægt að segja um leyniþjónustu Bandaríkjanna? utanríkisráðherra Íslands 1988-95
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun