Milljarða fjárveiting nær ekki til aldraðra 4. nóvember 2006 09:00 Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Ríkið greiðir dvalar- og hjúkrunarheimilum hér á landi yfir 15 milljarða króna til reksturs án þess að skilgreina hvaða þjónustu það fær í staðinn. Þar sem engir þjónustusamningar hafa verið gerðir um hvernig þessu fé skal varið geta stjórnendur þessara stofnana farið með féð að vild. Á meðan slíkir samningar hafa ekki verið gerðir hafa engar reglur verið brotnar. Þetta kom fram í máli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarfræðings og fyrrverandi hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, á námstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands. Dagbjört Þyrí segir að ekkert muni breytast til batnaðar í þjónustu við aldraða fyrr en ríkið gerir þjónustusamninga við öll dvalar- og hjúkrunarheimili. Hún nefnir dæmi. „Ríkið greiðir jafn mikið fyrir einstakling sem fær einbýli og þann sem fær fjölbýli. Ríkið greiðir einnig jafn mikið fyrir einstakling sem fær fimm hjúkrunarstundir á sólarhring og einstakling sem fær eina hjúkrunarstund á sólarhring.“ Á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði eru 340 rými og heimilið hefur leyfi fyrir 150 einstaklinga á hjúkrunargjöldum á dvalarheimilinu. Þannig er heimilið að fá hjúkrunardaggjöld greidd frá ríkinu fyrir um 150 einstaklinga sem búa á dvalarheimilum Hrafnistu en þau eru um átta þúsund krónum hærri á sólarhring en daggjöld greidd fyrir dvalarheimilisrými. Á sama tíma þurfa önnur heimili sem eingöngu eru hjúkrunarheimili að veita fjórar til fimm hjúkrunarklukkustundir á sólarhring fyrir sömu daggjöld. Dagbjört Þyrí staðfestir þetta. „Það er ljóst að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis eins og Hrafnistu, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, eru ekki að fá þá þjónustu sem ríkið greiðir fyrir eða þá þjónustu sem þeir þarfnast.“
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira