Erlent

Íranar hefja kjarnorkurannsóknir á ný

Íranar ætla að hefja kjarnorkurannsóknir á ný eftir rétt tæpa viku þrátt fyrir mikla andstöðu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem barst Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni í dag. Mohamed El Baradei, yfirmaður stofnunarinnar, ætlar að leita nánari skýringa frá stjórnvöldum í Teheran. Fastlega má búast við að Bandaríkjamenn og Evrópusambandið bregðist af hörku við þessu fregnum en fulltrúar þeirra óttast að Íranar ætli sér að nota kjarnorkuna til vopnaframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×