Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar 13. janúar 2006 20:55 Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira