Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu 17. febrúar 2006 12:00 Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent