Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss 4. mars 2006 12:45 Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, Þórður Már Jóhannesson, forstjóri bankans, og Magnús Kristinsson, fráfarandi varaformaður stjórnar, á aðalfundi í gær. Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira