Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings 27. mars 2006 14:10 MYND/Vilhelm Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira