Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings 27. mars 2006 14:10 MYND/Vilhelm Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira