Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg 4. apríl 2006 16:39 Gestur Jónsson. MYND/GVA Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira