Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi 18. júní 2006 18:53 Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. Ofbeldismál í miðborginni haf verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin ár. Reglulega berast fréttir af fólskulegum og grófum árásum, nú síðast í gær þar sem karlmaður var stunginn í kviðinn á veitingastað við Laugaveginn í fyrrinótt. Til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldi og auka öryggi í miðborginni hefur lögreglan tekið upp samstarf við dyraverði á þremur stöðum í miðborginni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir dyraverðina í sérstökum vestum þannig að þeir sjáist vel í öryggismyndavélunum. Þá séu þeir einnig með talstöðvar og geti kallað á lögregluna þannig að hún sé mun fljótari á vettvang en ella.Staðirnir þrír sem um ræðir eru Dubliner, Café Amsterdam og Gaukur á Stöng. Talstöðvarnar gera dyravörðunum á stöðunum einnig kleift að kalla eftir aðstoð hver frá öðrum þar sem þeir eru allir á sama svæðinu. Þórður Ásgeirsson, yfirdyravörður á Gauknum segir samstarfið stytta mjög viðbragðstíma lögreglu og að þegar hafi reynt á það. Það hafi gerst bæði um þessa og þá síðustu og allt hafi gengið mjög vel. Öll samskipti við lögreglu séu auk þess mun betri.Geir Jón segist vilja sjá samstarf við fleiri staði í miðbænum á næstunni og þegar allir verði komnir inn í samstarfið geti ofbeldismenn hvergi komist inn því staðirnir láti hver aðra vita af þeim ekki hegða sér vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira