Innlent

Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun

Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí.

Valgerður sendi lögreglunni í Reykjavík bréf þar sem hún fór fram á rannsókn á máli þar sem menn í göngu Íslandsvina báru mótmælaspjald sem á stóð ,,Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, báru fjórir spjaldið og hefur lögregla rætt við þá alla. Að því loknu hafi lögregla metið það svo að ekki væri tilefni til frekari aðgerða. Hefur öllum aðilum verið greint frá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×