Innlent

Jón Sigurðsson í formannsslag í Framsóknarflokknum

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra (til miðju).
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra (til miðju). MYND/Hörður Sveinsson

Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra ætlar að gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins og segist í viðtali við Morgunblaðið vonast eftir heiðarlegri og vinsamlegri baráttu um formannssætið.

Jón var á sínum tíma ritstjóri Tímans, varð síðan rektor Samvinnuskólans að Bifröst og var Seðlabankastjóri, þegar hann söðlaði um og gerðist viðskipta- og iðnaðarráðherra. Jón segir það hafa legið nokkuð beint við að demba sér í formannsslaginn þegar hann yfirgaf Seðlabankann fyrir viðskipta- og iðnaðarráðuneytið. Halldór Ásgrímsson hafi þó ekki hvatt hann neitt sérstaklega eða haft hönd í bagga þar um. Ólíkt Halldóri Ásgrímssyni telur Jón ekki tímabært að ræða um hugsanlega inngöngu eða aðild að Evrópusambandinu. Eðlilegt væri að einbeita sér að því að ná langvarandi stöðugleika yfirleitt. Þannig þegar uppfyllt séu öll skilyrði gætum við tekið afstöðu til samvinnu við aðrar þjóðir, á vettvangi Evrópusambandsins eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×