Innlent

Grétar Már ráðuneytisstjóri

Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu tekur við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu 21. júlí. Grétar Már tekur við af Gunnari Snorra Gunnarssyni, sem verið hefur ráðuneytisstjóri undanfarin fjögur ár. Gunnar Snorri flyst í haust til starfa erlendis fyrir utanríkisþjónustuna.

Þá mun Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, sem undanfarin þrjú ár hefur setið í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, taka til starfa á skrifstofu utanríkisráðherra.

Jörundur Valtýsson, sem undanfarin tvö ár hefur starfað sem deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, hefur þegar hafið störf á skrifstofu utanríkisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×