Enn og aftur bent á að virða fjárlög 3. ágúst 2006 15:19 Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi. Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira