Rigning og ein nauðgunartilraun 6. ágúst 2006 18:45 MYND/Jóhann Ingi Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn í Vestmannaeyjum þar sem hluti flugeldasýningarinnar hvarf í þoku og skýjaþykkni. Stúlka var send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis í Reykjavík eftir að hafa orðið fyrir nauðgunartilraun á Þjóðhátíð í nótt.Hvellir en engin leiftur. Þannig var hluti flugeldasýningarinnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ský og þoka földu flugeldasýninguna á köflum og var það ekki eina skiptið sem veðrið setti strik í reikninginn. Rigning og vindur settu sína mynd á hátíðarhöldin og þrátt fyrir að íþróttahúsið hafi ekki átt að opna fyrr en klukkan tíu í morgun voru fyrstu gestirnir komnir þangað um klukkan fimm síðustu nótt. Það voru um þrjátíu manns sem flýðu rok og rigningu í Herjólfsdal og fengu að gista í íþróttahúsinu. Þangað lá straumurinn svo síðar um daginn þegar hátíðargestir fóru í sund og sturtu.Annars má segja að appelsínugulir sjóstakkar og lopapeysur séu þjóðhátíðarbúningurinn í ár. Hvar vetna mátti sjá fólk í þeim klæðnaði.Nokkuð rennsli slasaðs fólks var í gegnum sjúkraskýli í Herjólfsdal og heilsugæslustöðina. Að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks voru meiðslin þó flest minniháttar og einkum eftir slys, svo sem þegar fólk rann í blautum brekkunum eða skar sig á brotnum glerflöskum. Einn var þó fluttur fótbrotinn til Reykjavíkur.Ein stúlka var einnig send til Reykjavíkur. Reynt var að nauðga henni á hátíðarsvæðinu síðustu nótt og hún send á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrir verslunarmannahelgina gagnrýndu forsvarsmenn Stígamóta og Afls, systursamtaka Stígamóta, að ekki hefði verið komið upp nægilega góðri aðstöðu til að hlú að fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Samtökin buðust meðal annars til að veita aðstoð en boð þeirra var afþakkað.Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að helgin hefði gengið vel fyrir sig frá þeirra bæjardyrum séð. Lítið hefði verið um líkamsárásir og þrátt fyrir mikið eftirlit hefði lítið fundist af fíkniefnum. Þetta telur lögregla til marks um að lítið magn fíkniefna hafi borist til Vestmannaeyja fyrir þjóðhátíð.Formaður Þjóðhátíðarnefndar var ekki síður ánægður með hátíðahöldin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira