Innlent

Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur.

Maðurinn játað fyrir dómi að hafa átt og selt fíkniefnin en sagðist hafa keypt af óþekktum manni 50 grömm af metamfetamíni og síðan drýgt það með mjólkursykri.

Maðurinn á að baki nokkuð langan sakaferil, meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnaði, og að teknu tilliti til þess var fjögurra mánaða dómur talin hæfileg refsing. Þá var hann dæmdur til að greiða um 200 þúsund krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×