Hvatt til að hætta fiskneyslu 27. september 2006 18:45 Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum, sem sumir hverjir séu í útrýmingarhættu. Samtökin segja að mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða, eða sé landað fram hjá vigt og stuðli þannig að ofveiði. Eitt helsta fórnarlambið segja samtökin vera skarkola, þar sem umtalsverðu magni af undirmálsfiski sé hent áður en skipið kemur að landi. Þetta hefur verið nefnt brottkast í umræðunni hér á landi. Hvatt er til þess að fólk kaupi ekki fisk, nema að stofnunin Marine Stewardship Council hafi sett stimpil sinn á hann. Það sé algerlega óháð stofnun, sem rekin sé fyrir fjárframlög einstaklinga og atvinnulífsins. Þegar betur er að gáð stóð Dýraverndarsjóðurinn sjálfur að stofnun þessarar óháðu eftirlitsstofnunar ásamt matvælarisanum Unilever, og á sínum tíma heyrðust grunsemdarraddir um að Unilever hafi verið að kaupa sér fríð hjá dýraverndunarsjóðnum með því. Ekki liggur fyrir hvað þarf að grieða fyrir vottun stofnunarinnar, og íslenskir fiskútflytjendur sem fréttastofan rædid við , treysta sér ekki til að spá strax fyrir um áhrif þessa að fiskneyslu og fiskverð í Evrópu. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir mjög alvarlegt að krefjast þessa, auk þess sem Marine Stewardship Council vinni þannig að ef íslenskir útvegsmenn færu þar inn, væru þeir að afsala sér öllu ákvarðanavaldi yfir veiðunum til stofnunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta. Með þessu segjast samtökin ætla að berjast gegn ofveiði sem ógni ýmsum fiskstofnum, sem sumir hverjir séu í útrýmingarhættu. Samtökin segja að mikið af fiski á evrópskum markaði sé afurð sjóræningjaveiða, eða sé landað fram hjá vigt og stuðli þannig að ofveiði. Eitt helsta fórnarlambið segja samtökin vera skarkola, þar sem umtalsverðu magni af undirmálsfiski sé hent áður en skipið kemur að landi. Þetta hefur verið nefnt brottkast í umræðunni hér á landi. Hvatt er til þess að fólk kaupi ekki fisk, nema að stofnunin Marine Stewardship Council hafi sett stimpil sinn á hann. Það sé algerlega óháð stofnun, sem rekin sé fyrir fjárframlög einstaklinga og atvinnulífsins. Þegar betur er að gáð stóð Dýraverndarsjóðurinn sjálfur að stofnun þessarar óháðu eftirlitsstofnunar ásamt matvælarisanum Unilever, og á sínum tíma heyrðust grunsemdarraddir um að Unilever hafi verið að kaupa sér fríð hjá dýraverndunarsjóðnum með því. Ekki liggur fyrir hvað þarf að grieða fyrir vottun stofnunarinnar, og íslenskir fiskútflytjendur sem fréttastofan rædid við , treysta sér ekki til að spá strax fyrir um áhrif þessa að fiskneyslu og fiskverð í Evrópu. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir mjög alvarlegt að krefjast þessa, auk þess sem Marine Stewardship Council vinni þannig að ef íslenskir útvegsmenn færu þar inn, væru þeir að afsala sér öllu ákvarðanavaldi yfir veiðunum til stofnunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira