Innlent

Fáklædd í vesturbænum

MYND/Róbert
Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum fáklæddum einstaklingum í vesturbænum í nótt. Hún hafði fyrst afskipti af 16 ára pitli þar sem hann hljóp um á nærbuxunum einum fata og var honum gert að klæða sig og tal haft af foreldrum hans. Var drengurinn í hópi ungmenna en gat ekki gefið skynsamlega skýringu á hátterni sínu. Þá var lögregla send að Sundlaug Vesturbæjar en þar höfðu þrjú ungmenni klifrað yfir girðingu og skellt sér í heita pottinn en þeim var vísað upp úr.

Lögregla var enn fremur með átak gegn ölvunarakstri um miðnætti á Sæbraut og voru alls 300 bílar stöðvaðir þar af tveir af þeim grunaðir um ölvun við akstur, en alls voru átta stöðvaðir í nótt grunaðir um ölvun við akstur. Alls voru skráð 129 mál hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og var nokkur fjöldi fólks í miðborginni, talsverð ölvun en lítið um líkamsárásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×