Innlent

Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða

Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum.

Lögregla hafði afskipti af mönnunum á rjúpnaveiðum í Laugarfelli á Fljótsdalsheiði í október í fyrra eftir að hún tók eftir hjólförum í snjó utan vegar á svæðinu. Mennirnirnir neituðu sök og taldi dómurinn ósannað að annar þeirra hefði verið í bílnum þegar honum var ekið utan merkts slóða en að hinn hefði brotið gegn náttúrverndarlögum með því að aka bílnum utan vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×