Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur 24. október 2006 12:30 MYND/Róbert Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Þá telur Ríkisendurskoðun æskilegt að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk ríkislögreglustjóra innan hennarí ljósi aukins kostnaðar hjá embættinu á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra var komið á fót fyrir níu árum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að það hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Bent er á að vegna síaukinni verkefna Ríkislögreglustjóra hafi starfsmannafjöldi embættisins þrefaldast frá stofnun þess og raunkostnaður þess fjórfaldast á árunum 1998-2005. Kostnaðaraukningin hafi að hluta til leitt til lægir kostnaðar hjá öðrum lögregluembættum en kostnaðarþróun bendi til þess að stjórnvöld hafi átt erfitt með að sjá fyrir sér framtíðarhlutverk þess og þróun verkefna frá ári til árs. Til þess sama bendir einnig óvenju hátt hlutfall viðbótarfjárheimilda af heildarframlögum til embættisins. Því vill Ríkisendurskoðun að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og hlutverk Ríkislögreglustjóra innan hennar og nefnir tvær leiðir í því sambandi. Annaðhvort að fela Ríkislögreglustjóra stjórnunarlega ábyrgð á lögreglunni í heild sinni gagnvart dómsmálaráðherra, líkt og í Danmörku, eða gera embættið að hreinræktaðri stoð- og eftirlitsstofnun sem yrði skipulagslega hliðsett öðrum lögregluembættum. Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra sé langstærsta þjónustuverkefni stofnunarinnar. Miðstöðin annast rekstur, viðhald og endurnýjun lögreglubíla í landinu. Hún hafi fengið fjórðung af framlögum til embættisins árið 2005 en rekstrarerfiðleikar hafi þó augljóslega bitnað á getu hennar til að endurnýja ökutæki í samræmi við markmið embættisins. Telur Ríkisendurskoðun að með þessu móti sé verið að velta vandanum á undan sér. Í umfjöllun um efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segir Ríkisendurskoðun að unndanfarin ár hafi gengið betur en áður að afgreiða jafnóðum þau mál sem berist deildinni og megi rekja það til fjölgun starfsmanna og þess að reynt hefur verið að miða inntöku mála við afkastagetu deildarinnar. „Engu að síður var hlutfall lokinna mála af þeim málum sem bárust deildinni á árunum 2001-2005 mun lægra en hjá þeim stofnunum í Noregi og Svíþjóð sem sinna svipuðum verkefnum. Þá var málsmeðferðartími efnahagsbrotamála almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannalöndum okkar. Ríkisendurskoðun telur að íslensk stjórnvöld eigi ekki að sætta sig við slíkt og bendir á nokkrar leiðir til úrbóta, meðal annars mætti breyta fyrirkomulagi á rannsókn alvarlegra skattalagabrota með því að auka samvinnu ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra," segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar vegna skýrslunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent