Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt 22. nóvember 2006 16:20 Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira