Innlent

Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið

Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, tekur við Umferðarljósinu úr höndum Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, tekur við Umferðarljósinu úr höndum Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.

Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum, en það kom í hlut Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að afhenda Bjarna Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi, verðlaunin. Sagði Sturla að lögreglan á Blönduósi hefði að öðrum lögregluembættum ólöstuðum sýnt gott fordæmi í umferðareftirliti en hún er löngu orðin landsþekkt fyrir framúrskarandi þjóðvegagæslu. Þetta er í sjötta sinn sem Umferðarljósið er afhent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×