Innlent

Keyrði ítrekað á annan bíl

Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir.

Segir á vef lögreglunnar að eigendur bílanna muni hafa þekkst og hafa átt í deilum en þarna sé ferðinni mál sem flokka megi sem eignaspjöll frekar en umferðaróhapp.

Nokkrir voru teknir fyrir hraðakstur í gær en í þeim hópi var karlmaður á þrítugsaldri sem var stöðvaður á Breiðholtsbraut á 120 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Sami maður var stöðvaður fyrir hraðakstur í síðasta mánuði en þá ók hann líka langt yfir leyfilegum hámarkshraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×