Tíu Íslendingar afplána dóm í útlöndum 30. nóvember 2006 10:24 MYND/AFP Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum. Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Tveir þeirra afplána refsivist í Bandaríkjunum, annar vegna kynferðisafbrots en hinn fyrir rán og alvarlega líkamsárás, tveir sitja í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot og sömuleiðist tvennt í Frakklandi vegna sömu saka. Þá situr einn inni í Þýskalandi og þrír í Danmörku en utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um afbrot þeirra.Íslenskum stjórnvöldum berst ekki formleg tilkynning um það þegar Íslendingar eru handteknir erlendis heldur koma slík mál til vitundar utanríkiþjónustunnar í gegnum þá einstaklinga sem í hlut eiga eða aðila sem tengjast þeim, eftir því sem segir í svari ráðherra.Enn fremur kemur fram í svarinu að ráðuneytið hafi aðstoðað alla fangana á einhvern hátt, meðal annars með heimsóknum, viðtölum, samskiptum við fjölskyldur og aðstandendur, samskiptum við viðkomandi yfirvöld, túlkun í fangelsum, fundum með lögmönnum, haft milligöngu um að færa föngum bréfsefni, dagblöð, bækur og peningasendingar og unnið í því að finna lögmenn.Guðjón Ólafur spurði einnig hvað utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um lausn margra íslenskra ríkisborgara, sem setið hafa í fangelsum erlendis, eða flutning þeirra hingað til lands til afplánunar á árunum 2002-2006. Fram kom í svari utanríkisráðherra að almennt beiti íslensk stjórnvöld sér ekki fyrir lausn eða styttingu afplánunar íslenskra ríkisborgara erlendis. Helsta verkefni utanríkisþjónustunnar í málum sem þessum sé að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart íslenskum ríkiborgurum á meðan þeir eru í haldi erlendra ríkja.Fangar geti farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi og sé það í verkahring dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að afgreiða slíkar beiðnir. Þó hafi utanríkisráðuneytið beitt sér í nokkrum málum á undanförnum árum.
Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira