Innlent

Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina

MYND/Guðmundur

Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L

ögreglumenn voru m.a. kallaðir til í verslunarmiðstöðvar þar sem fólk hafði verið staðið að verki en þjófarnir voru á ýmsum aldri. Þannig var karlmaður á fimmtugsaldri gripinn með hangikjötslæri, kona á fertugsaldri stal tösku og sokkabuxum og unglingsstúlka reyndi að komast yfir peninga. Þjófarnir beittu ýmsum aðferðum en tveir þeirra rifu umbúðir utan af vörum áður en þeir létu sig hverfa með varninginn.

Þá hvarf handlyftari sem var staðsettur utan við lagerhúsnæði. Á lyftaranum voru nokkrir kassar af drykkjarvöru og er þeirra einnig saknað. Skartgripir voru teknir úr heimahúsi og þar lá gestkomandi undir grun og þá var peningum stolið af viðskiptavini spilasalar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×