Innlent

Tveir í haldi vegna fólskulegrar árásar í Keflavík

Tveir kalrmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaðir um húsbrot og fólskulega árás á húsráðanda.

Þeir ruddust inn á heimili mannsins um klukkan hálf sjö í gærkvöld, þegar maðurinn var í baði og byrjuðu að úða á hann meisúða til að blinda hann. Síðan lögðu þeir til hans með eggvopni þannig að hann skarst á baki. Maðurinn lagði þá á flótta en skarst alvarlega á hendi þegar rúða í útihurðinni brotnaði í látunum.

Með aðeins handklæði til að hylja nekt sína komst hann út á götu og kallaði á hjálp en árásarmennirnir forðuðu sér í bíl. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans i Reykjavík þar sem gert var að sárum hans.

Bíll árásarmannanna var svo stöðvaður í Reykjavík í nótt og voru tveir menn,sem í honum voru handteknir, grunaðir um árásina. Verið er að yfirheyra þá. Þeir hafa báðir gerst bortlegir við lög áður en fórnarlambið ekki. Ekkert liggur enn fyrir um aðdraganda eða ástæðu árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×