Báru skotheld vesti vegna líflátshótana 11. desember 2006 18:30 Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira