Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring og segir lögregla það óvenju mikið á virkum degi. Aðallega var um að ræða karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri en sá elsti var á áttræðisaldri og kom nú við sögu lögreglunnar í fyrsta sinn.
Þá stöðvaði lögreglan för fimm ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Einn þeirra var kona á fertugsaldri en hún gaf upp ranga kennitölu og reyndi þannig vísvitandi að blekkja lögregluna.