Fellur ríkisstjórnin? 8. mars 2007 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun