Eru Píkusögur klám? 2. apríl 2007 05:00 Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám. Þetta viðhorf helgast mögulega af því að mikil umræða um klám hefur átt sér stað í samfélagin og sú umræða virðist hafa klofið stóran hóp fólks í fylkingar með hugmyndafræðilega gjá á milli sín. Skoðanaskipti milli fylkinganna verða því miður oft heiftúðug og stundum er gripið til óvandaðra meðala, til dæmis að kalla Píkusögur klám. V-dagssamtökin bera ábyrgð á Píkusögum og vilja ítreka hvaða baráttu leikritið þjónar, ekki síst út af þeim fjölmörgu konum sem hafa ljáð verkinu mikilvæga rödd sína en eru nú vændar um að hafa tekið þátt í klámi. Píkusögur eru baráttutæki gegn ofbeldi á konum þar sem er kafað undir yfirborðið og vísað til þeirra duldu fordóma sem halda aftur af konum. Eve Ensler, höfundur leikritsins, vill að konur og karlar standi jafnfætis hvað orðræðu um kynlíf snertir og í þeim tilgangi leitast hún við að varpa ljósi á muninn milli kynjanna í þeim efnum. Leikritið á að auðvelda konum að orða það sem áður þótti ósæmandi að konur segðu og rjúfa þannig höft tungumálsins. Aðstöðumunur kynjanna í þeim efnum er mikill og hefur víðtækar afleiðingar sem ekki má gera lítið úr. Margar konur blygðast sín til dæmis of mikið til að geta sagt frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í leikritinu eru senur sem vafalítið fá einhverja til að roðna, meðal annars tæpitungulausar lýsingar á lystisemdum kynlífs. Þær þjóna hins vegar þeim tilgangi að koma þeim skilaboðum áleiðis að konur eiga og mega njóta kynlífs. Þórey VilhjálmsdóttirSpurt hefur verið hvort ekki sé óþarfi að vísa til orðsins píka í titlinum; hvort ekki sé hægt að finna eitthvað “þægilegra” orð? Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar í ljósi þess að mörgum finnst orðið píka óþægilegt. En það er einmitt kjarni málsins og það sem leikritið vill vinna bug á; það er ótækt að algengasta orðið yfir kynfæri kvenna hafi niðrandi merkingu og óþægilegan hljóm. Það er því tilhlökkunarefni þegar sá dagur rennur upp að fólk gengur kinnroðalaust út að lokinni leiksýningu á Píkusögum því þá verðum við komin skrefi lengra í átt að auknu kynfrelsi kvenna. Sá sem veltir leikritinu og tilgangi þess fyrir sér hlýtur að gera sér grein fyrir því að Píkusögur hafa ekkert að gera með klám. Höfundar sitja í stjórn V-dagssamtakanna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun