Samfylking og Evrópuvextir Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2007 06:00 Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar