Lífið utan fréttanna Stefán Jón Hafstein skrifar 22. júlí 2007 05:30 Impala-antilópan sem gengur hægum skrefum niður að vatnsbólinu er á mælikvarða fegurðar og tígulleika einhvers staðar ofan við 9,5. Paris Hilton fréttatímanna er kolfallin í samanburði. Hlutabréfavísitalan þýtur upp en ekki eins og stökkhyrnan sem brunar eftir sléttunni svo allt annað í heiminum virðist standa í stað, hún tekur langstökk sem enginn hefur leikið eftir á Ólympíuleikum og allar stigatöflur íþróttafréttanna blikna. Samt er hún bara að leika sér, spyrjið um alvöru stökk þegar ljónin fara á stjá. Lífverðirnir fyrir utan höll drottningarinnar kunna að vera skrýddir loðhúfum með brugðna branda, en sverðhyrnan er með svo fögur horn að engir korðar standast samanburð. Þetta er oryxinn, íbjúg og metralöng hornin eru ekki eina skartið, feldurinn fagurrauður í morgunsólinni en svörtu og hvítu mynstrin mála á hann grímu sem gerir svipinn voldugri öllum fréttaskýrendum. Apahjarðirnar við veginn eru veraldarvanari en samsafnið í Silfri Egils. Verkamenn í aldingarði eilífðarEf zebrahestarnir vissu um gengi KR-inga vildu þeir eflaust skipta um búning en fræknleikinn stendur Vesturbæingunum langtum framar þar sem stóðið rennur niður hlíðina á bruni. Þar standa nashyrningar með furðulega smá augun og ofvaxin eyru, úða í sig grasi, búnir að velta sér í leirbaði til að verjast sólinni; húðin eins og tækniundur frá vígvélabransanum, en hornin framan á þessum bryndrekum eru bara til að hræða og ógna á fengitímanum; ekki úthella blóði sakleysingja. Termítarnir hrúga upp leirnum kringum trjáboli og éta svo viðinn innan úr hrauknum, þessir sístarfandi verkamenn í aldingarði eilífðarinnar eiga vissulega við hermaura að etja, en gefast aldrei upp. Hrúgan skal upp. Aðeins ein skepna á jörðinni hefur fundið upp „sjálfsmorðsárás". Lífsins leiksýningarFlóðhesturinn er kominn í tjörnina. Í nótt fór hann á stjá, marga kílómetra í myrkrinu til að fylla stóran tankinn af grasi. Nú stendur ekkert uppúr nema hluti af rauðum belg og nasaholur; hann er óskiljanlegur eins og „útrás í skjóli af skattaumhverfi áhættufjárfestingasjóða" og dularfullur eins og „mótvægisaðgerðir á landsbyggðinni" og virðist meinlaus eins og allt sem stendur í viðskiptakálfum fréttablaðanna. En flóðhesturinn er skaðvaldur sem drepur fleira fólk í Afríku en nokkurt annað dýr, að moskítóflugunni undanskilinni, sem er eins og hver önnur stýrivaxtaplága. Mest spennandi leiksýning sem nú er í gangi er þegar konungur dýranna fær sér snarl. Mannskepnurnar raða sér á harðan bekk í litlu jarðhýsi og sitja hljóðar innan við rimla. Dauf skíma lýsir upp síðu úr nauti. Þungur fnykur af eyðimörk snarast fyrir horn, enginn vínsmökkunarblaðamaður gæti fundið upp lýsingu af þessari lykt frá þykkum feldi ljónsins. „Höfug angan af ryki, sól, skít og vottur af antílópublóði" er nærri lagi; makkinn fer fram úr villtustu draumum tískuhárgreiðslumanna. Þegar hin ljónin handan við girðinguna hafa veður af þessari veislu byrjar lágvært urr sem magnast í órofa hljóðmúr með ærandi hvin eins og þegar einkaþotur auðkýfinganna bjarga enn einu fréttaskúbbinu fyrir Séð og heyrt. Sporin hræða Við Krosshöfða eru jafn margir selir og Íslendingar; velta á klöppum í eigin saur. Endalausar breiður af skrækjandi, geltandi, hrínandi, veinandi, rorrandi og róandi selum. Lyktin lifir lengur en grillbrækjan „í beinni", eins og þrálát „ekki frétt" þar sem „Valgerður segir ... eða Ingibjörg telur og Geir vill ekki..." Kóparnir byrjaðir að æfa bitið eins og ungliðar í fréttatilkynningu, urturnar afbrýðisamar eins og þingkonur sem aldrei komast í viðtöl og brimillinn stóri er eins og ráðherra í drottningarviðtali, rekur burt ungu karldýrin, óafvitandi um veiðimenn sem nálgast til að skera af honum liminn og senda í ástarlyf í Kóreu. „Sporin hræða" segja stjórnmálamenn þegar ekkert er í fréttum annað en venjuleg lúxusvandamál og „skilningsleysi stjórnvalda" á offitu kröfugerðarhópa. Sporin sem blasa við í hörðum steini fyrir ásjónu okkar eru hins vegar frá því fyrir 50 milljónum ára þegar risaeðlur fengu sér að drekka úr stöðuvatni og vekja upp furðulega tilfinningu fyrir tíma í samanburði við fréttatíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Impala-antilópan sem gengur hægum skrefum niður að vatnsbólinu er á mælikvarða fegurðar og tígulleika einhvers staðar ofan við 9,5. Paris Hilton fréttatímanna er kolfallin í samanburði. Hlutabréfavísitalan þýtur upp en ekki eins og stökkhyrnan sem brunar eftir sléttunni svo allt annað í heiminum virðist standa í stað, hún tekur langstökk sem enginn hefur leikið eftir á Ólympíuleikum og allar stigatöflur íþróttafréttanna blikna. Samt er hún bara að leika sér, spyrjið um alvöru stökk þegar ljónin fara á stjá. Lífverðirnir fyrir utan höll drottningarinnar kunna að vera skrýddir loðhúfum með brugðna branda, en sverðhyrnan er með svo fögur horn að engir korðar standast samanburð. Þetta er oryxinn, íbjúg og metralöng hornin eru ekki eina skartið, feldurinn fagurrauður í morgunsólinni en svörtu og hvítu mynstrin mála á hann grímu sem gerir svipinn voldugri öllum fréttaskýrendum. Apahjarðirnar við veginn eru veraldarvanari en samsafnið í Silfri Egils. Verkamenn í aldingarði eilífðarEf zebrahestarnir vissu um gengi KR-inga vildu þeir eflaust skipta um búning en fræknleikinn stendur Vesturbæingunum langtum framar þar sem stóðið rennur niður hlíðina á bruni. Þar standa nashyrningar með furðulega smá augun og ofvaxin eyru, úða í sig grasi, búnir að velta sér í leirbaði til að verjast sólinni; húðin eins og tækniundur frá vígvélabransanum, en hornin framan á þessum bryndrekum eru bara til að hræða og ógna á fengitímanum; ekki úthella blóði sakleysingja. Termítarnir hrúga upp leirnum kringum trjáboli og éta svo viðinn innan úr hrauknum, þessir sístarfandi verkamenn í aldingarði eilífðarinnar eiga vissulega við hermaura að etja, en gefast aldrei upp. Hrúgan skal upp. Aðeins ein skepna á jörðinni hefur fundið upp „sjálfsmorðsárás". Lífsins leiksýningarFlóðhesturinn er kominn í tjörnina. Í nótt fór hann á stjá, marga kílómetra í myrkrinu til að fylla stóran tankinn af grasi. Nú stendur ekkert uppúr nema hluti af rauðum belg og nasaholur; hann er óskiljanlegur eins og „útrás í skjóli af skattaumhverfi áhættufjárfestingasjóða" og dularfullur eins og „mótvægisaðgerðir á landsbyggðinni" og virðist meinlaus eins og allt sem stendur í viðskiptakálfum fréttablaðanna. En flóðhesturinn er skaðvaldur sem drepur fleira fólk í Afríku en nokkurt annað dýr, að moskítóflugunni undanskilinni, sem er eins og hver önnur stýrivaxtaplága. Mest spennandi leiksýning sem nú er í gangi er þegar konungur dýranna fær sér snarl. Mannskepnurnar raða sér á harðan bekk í litlu jarðhýsi og sitja hljóðar innan við rimla. Dauf skíma lýsir upp síðu úr nauti. Þungur fnykur af eyðimörk snarast fyrir horn, enginn vínsmökkunarblaðamaður gæti fundið upp lýsingu af þessari lykt frá þykkum feldi ljónsins. „Höfug angan af ryki, sól, skít og vottur af antílópublóði" er nærri lagi; makkinn fer fram úr villtustu draumum tískuhárgreiðslumanna. Þegar hin ljónin handan við girðinguna hafa veður af þessari veislu byrjar lágvært urr sem magnast í órofa hljóðmúr með ærandi hvin eins og þegar einkaþotur auðkýfinganna bjarga enn einu fréttaskúbbinu fyrir Séð og heyrt. Sporin hræða Við Krosshöfða eru jafn margir selir og Íslendingar; velta á klöppum í eigin saur. Endalausar breiður af skrækjandi, geltandi, hrínandi, veinandi, rorrandi og róandi selum. Lyktin lifir lengur en grillbrækjan „í beinni", eins og þrálát „ekki frétt" þar sem „Valgerður segir ... eða Ingibjörg telur og Geir vill ekki..." Kóparnir byrjaðir að æfa bitið eins og ungliðar í fréttatilkynningu, urturnar afbrýðisamar eins og þingkonur sem aldrei komast í viðtöl og brimillinn stóri er eins og ráðherra í drottningarviðtali, rekur burt ungu karldýrin, óafvitandi um veiðimenn sem nálgast til að skera af honum liminn og senda í ástarlyf í Kóreu. „Sporin hræða" segja stjórnmálamenn þegar ekkert er í fréttum annað en venjuleg lúxusvandamál og „skilningsleysi stjórnvalda" á offitu kröfugerðarhópa. Sporin sem blasa við í hörðum steini fyrir ásjónu okkar eru hins vegar frá því fyrir 50 milljónum ára þegar risaeðlur fengu sér að drekka úr stöðuvatni og vekja upp furðulega tilfinningu fyrir tíma í samanburði við fréttatíma.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun