Fátt um svör um framtíð Kolaportsins 24. september 2007 00:01 Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun