Seinheppinn Kristinn Ögmundur Jónasson skrifar 3. desember 2007 00:01 Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar