Innlent

Flatskjá stolið úr símaveri Glitnis á Ísafirði

MYND/GVA
Brotist var inn í símaver Glitnis á Ísafirði um helgina og þaða stolið flatskjá. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um innbrotið í gærkvöld en hurð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnarstræti hafði verið spennt upp.

Þar er húsnæði Héraðsdóms Vestfjarða, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, skrifstofuhótel og loks símaver Glitnis en þangað fór innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir og rændu flatskjánum. Lögregla segir ekki ljóst á þessu stigi hvenær innbrotið átti sér stað en það er talið hafa orðið annaðhvort aðfaranótt laugardagsins eða aðfaranótt sunnudagsins.

Hún óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir við húsið á þessum tíma og eins öðrum þeim upplýsingum er varða innbrotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×