Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot 19. febrúar 2007 13:35 Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, ásamt lögmanni sínum, Jakobi Möller. MYND/GVA Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira