Innlent

Kyn­slóðir mætast í trjá­rækt

MYND/Reykjavíkurborg

Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag og á morgun að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár.

Gróðursetningin hefst klukkan 13:30 og fer einnig fram á morgun, miðvikudag. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra mun heiðra börn of fullorðna með nærveru sinni annan hvorn daginn.

Gróðursettar verða birkiplöntur og auk Hlyns sem verður tré ársins. Reykjavíkurborg og Garðyrkjufélag Íslands leggja til plöntur og garðyrkjuáhöld.

Með þessu samstarfsverkefni gefist tækifæri til að tengja saman unga og aldna og um leið er skapaður sælureitur fyrir íbúa í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×