Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Óli Tynes skrifar 11. ágúst 2007 16:14 Það er alltaf líf og fjör í Kolaportinu. Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við Tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltgrúi Samfylkingarinnar sagði í samtali við vísi.is að hann hefði stoppað slík áform þegar hann var formaður skipulagsráðs á sínum tíma. Þá átti reyndar að ryðja Kolaportinu öllu í burt. Honum fannst það ekki koma til greina að gera slíka mannlífsiðu brottræka. Nú væri þessi draugur vaknaður aftur, í breyttri mynd þó. Dagur benti á að á næstu lóð við Tollhúsið, það er að segja þar sem tónlistarhús rís verði niðurgrafið bílahús fyrir 1600 bíla. Sér þætti nánast hlægilegt að ætla að byggja þarna bílastæði ofan jarðar, á dýrasta fermetraplássi landsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við visir.is að aðstandendur Kolaportsins hefðu komið á sinn fund og hann skildi vel áhyggjur þeirra. Sér væri mjög í mun að Kolaportið geti starfað áfram í miðborginni. Hinsvegar eigi ríkið Tollhúsið og vafasamt að borgin geti bannað breytingar á húsnæðinu. Júlíus Vífill sagði að ef af framkvæmdum verði sé ljóst að Kolaportinu yrði lokað í einhverja mánuði. Hann sagðist munu eiga fund með tollstjóra á næstunni, til þess að setja sig betur inn í málið. Innlent Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við Tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltgrúi Samfylkingarinnar sagði í samtali við vísi.is að hann hefði stoppað slík áform þegar hann var formaður skipulagsráðs á sínum tíma. Þá átti reyndar að ryðja Kolaportinu öllu í burt. Honum fannst það ekki koma til greina að gera slíka mannlífsiðu brottræka. Nú væri þessi draugur vaknaður aftur, í breyttri mynd þó. Dagur benti á að á næstu lóð við Tollhúsið, það er að segja þar sem tónlistarhús rís verði niðurgrafið bílahús fyrir 1600 bíla. Sér þætti nánast hlægilegt að ætla að byggja þarna bílastæði ofan jarðar, á dýrasta fermetraplássi landsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við visir.is að aðstandendur Kolaportsins hefðu komið á sinn fund og hann skildi vel áhyggjur þeirra. Sér væri mjög í mun að Kolaportið geti starfað áfram í miðborginni. Hinsvegar eigi ríkið Tollhúsið og vafasamt að borgin geti bannað breytingar á húsnæðinu. Júlíus Vífill sagði að ef af framkvæmdum verði sé ljóst að Kolaportinu yrði lokað í einhverja mánuði. Hann sagðist munu eiga fund með tollstjóra á næstunni, til þess að setja sig betur inn í málið.
Innlent Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira