Beðið um yfirvegaðan leiðara Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2008 00:01 Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálson, skrifar ritstjórnarpistil 15. Janúar sl. undir yfirskriftinni „Þörf á yfirvegun". Efni pistilsins er kvótakerfið og úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Því miður rísa þessi skrif ekki undir hvatningu höfundar síns. Í upphafi segir ÞP: „Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands." Þorsteinn gagnrýnir síðan álit nefndarinnar og segir að hafi menn óttast valdaframsal til ESB við inngöngu í þann félagsskap sé það hjóm eitt miðað við það að undirgangast kröfur Mannréttindanefndar SÞ hvað sjávarauðlindina áhrærir. Hvað er hæft í þessu? Ekki kem ég auga á neitt. Í álitsgerð Mannréttindanefndarinnar er vísað í upphafsgrein íslenskra laga um stjórn fiskveiða. Þar er kveðið á um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, hvernig ætlunin hafi verið ráðstafa henni tímabundið með lögum sem sett voru árið 1990. Þau „kunni í upphafi að hafa verið sanngjörn og hlutlæg leikregla sem bráðabirgðalausn" en öðru máli gegni þegar lögunum hafi verið beitt til að umbreyta almennri sameign í einkaeign: „Aðildarríkið hefur ekki sýnt fram á að þessi sérstaka skipan og útfærsluform kvótakerfisins samræmist kröfunni um sanngirni." Nefndin ályktar síðan að forréttindi „í mynd varanlegs eignarréttar, sem veitt voru upphaflegum handhöfum kvótans…[séu] ekki byggð á sanngjörnum forsendum." Með öðrum orðum deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að nefndin byggi „röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem hann skýrði hvers vegna álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna standist ekki stjórnarskrá Íslands því enn hefur stuðningsmönnum núverandi kvótakerfis ekki tekist að þurrka út fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þar sem segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar."Höfundur er þingmaður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun