Að segja satt og rétt frá Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. október 2008 03:30 Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun