Innlent

Jólaljósin tendruð á Miðbakka

Bærinn er allur að færast í jólabúninginn.
Bærinn er allur að færast í jólabúninginn.

Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar.

Þetta er í 43. skiptið sem félagsskapurinn Wikingerrunde - Hamburg Geschellschaft sendir jólatré til Reykjavíkur en gjöfin er táknrænn þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir sem þeir færðu stríðshrjáðum börnum í Hamborg eftir síðari heimsstyrjöldina. Við athöfnina syngur skólakór Kársnesskóla jólalög og á eftir bjóða Faxaflóahafnir gestum upp á heitt súkkulaði og meðlæti í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×