Tekjutengjum sjómannaafsláttinn 27. nóvember 2009 06:00 Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun