Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði 21. apríl 2009 10:47 Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40