Skúli vill annað sætið í Reykjavík 17. febrúar 2009 18:45 Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði. Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði.
Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira