Veröldin vill samning sem heldur 12. desember 2009 06:00 Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðarleiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Samskonar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og einstaklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, lagalega bindandi samkomulag verður að nást, veröldin krefst samnings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar hefur aukist frá upphafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undanförnum áratugum. Orsök aukningarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu áfram að aukast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stórkostlegra breytinga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heimskautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vistkerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suðurhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Saharaeyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölulega smávægilegar loftslagsbreytingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur-Asíu hafa loftslagsbreytingar síðustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóraleyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreytinga. Það dylst engum að Vesturlönd bera meginábyrgð á aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálpar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raunverulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda verði að innihalda eftirfarandi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátækum ríkjum til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúmsloftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samningur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varðveita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugnaði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar