Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu 17. febrúar 2009 22:05 Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra." Kosningar 2009 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra."
Kosningar 2009 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira